Móna Lísa

Alejandrina Gutiérrez

Útdráttur


Ég vildi að ég væri eins og hún. Já, en ég er það ekki. Ég er það ekki. Ég gæfi allt sem ég á til að vera eins og hún. Allt hvað? Ég sem á ekkert!
Þetta leyndardómsfulla bros sem sagt er að endurspegli hamingju, innri frið, fullvissu, líf … Ég er ekki í nokkrum vafa um að það endurspeglar uppgerð og kaldhæðni. Hún hlær að öllum, jafnt konum sem körlum, án þess að skeyta um þjóðfélagsstöðu, kynþátt eða trúarbrögð. Hún hlær, svo sannarlega. Hún skemmtir sér, hún nýtur þess að horfa á fólk sem reynir að vera annað og meira en það er. Hún hlær í sífellu því að hún sér í gegnum grímurnar sem mannfólkið setur upp. Hún sér naktar sálir okkar, brostin hjörtu og ömurleikann.


Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir