Netsamskipti milli HÍ og UB: samskipti og samræður í tungumálanámi
Útdráttur
Í þessari grein verður kynnt námskeiðið SPÆ267G Talþjálfun II: Fjölmiðlar og hversdagsmenning sem kennt er í fjarnámi milli Íslendinga í spænskunámi við Háskóla Íslands og nemenda við Háskólann í Barcelona (sp. Universidad de Barcelona) sem eru að ljúka meistaragráðu sem spænskukennarar. Námskeiðið var kennt á vormisseri 2019. Gerð verður grein fyrir æfingahönnun og námsmati í fjarnámsverkefninu sem byggist á mismunandi samskiptaæfingum í gegnum
fjarfundabúnað, Whatsapp og Flipgrid. Kannað er með eigindlegum annsóknaraðferðum hvaða áhrif þessar aðferðir höfðu á tungumálafærni nemenda og hver viðbrögð þeirra og viðhorf til verkefnisins voru.
Efnisorð
rafræn samskipti; viðbrögð nemenda; tungumálahæfni
Heildartexti:
PDFBaktilvísanir
- Engar baktilvísanir