Viðhorf háskólastúdenta til tungumálakunnáttu

Birna Arnbjörnsdóttir, Jón Ólafsson, Oddný Sverrisdóttir

Útdráttur


Nemendur við Háskóla Íslands telja að faglegur ávinningur felist í tungumálanámi. Stór hluti þeirra myndi bæta við sig tungumálakunnáttu ef slíkt félli betur að námi í einstökum greinum en raunin er oftast nú. Þetta er niðurstaða könnunar sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Mála- og menningardeild og fjallað er um í þessari grein. Bent er á að flestar deildir Háskóla Íslands skipuleggi nám í einstökum greinum þannig að erfitt eða ókleift er að fella tungumálanám að því, jafnvel þótt nemendur hafi áhuga á slíkri viðbót og auðvelt sé að sýna fram á faglegan ávinning. Í greininni er sýnt fram á að fjárhagsmódel skólans vinnur beinlínis gegn því að nemendur geti aukið sérþekkingu sína á einstökum svæðum, menningarheimum og tungumálum. Niðurstaða höfunda er sú að þetta dragi úr gæðum námsins almennt og kalla þurfi eftir kerfisbreytingum sem auðvelda nemendum að fella tungumálakunnáttu inn í fagþekkingu sína.


Efnisorð


tungumálakunnátta; gæði náms; faglegur ávinningur; kerfisbreyting

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir