Tartuffe í sögu og samtíð

Guðrún Kristinsdóttir

Útdráttur


Eitt vinsælasta verk franskra leikbókmennta, gamanleikurinn Tartuffe eftir Molière, hefur verið sýnt í mörgum uppfærslum undanfarin ár í Evrópu. Sagan um skinhelga loddarann, sem hefur aleiguna af auðtrúa heimilisföður, er enda jafn áleitin þjóðfélagsádeila í dag og hún var á dögum Molières. Í þessari grein er fjallað um viðtökur leikritsins sem frumsýnt var við hirð sólkonungsins, Loðvíks 14., og bannað í kjölfarið þar sem valdamiklum hópum innan kaþólsku kirkjunnar þótti að sér vegið. Gerð er grein fyrir baráttu Molières til að fá banninu aflétt og nýlegum rannsóknum á umskrifunum hans á leikritinu í því skyni. Þá virðast hugleiðingar um hræsni, lygar og almenn óheilindi eiga talsvert erindi við samtímann, ef marka má nálgun leikstjóra í hinum fjölmörgu uppfærslum síðustu ára í nokkrum af helstu nágrannalöndum okkar. Að lokum er farið yfir sýningarsögu leikritsins hér á landi frá því að tveir þættir þess voru fyrst settir upp í Iðnó árið 1929 til nýrrar uppfærslu Þjóðleikhússins á vordögum 2019. 


Efnisorð


franskar bókmenntir; leikhúsfræði; Tartuffe; Molière; viðtökur

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir