Túlkun hlutleysisstefnu í leikritinu Hræðileg en ólokin saga Norodom

Irma Erlingsdóttir

Útdráttur


Í greininni er fjallað um leikrit Hélène Cixous L’Histoire terrible mais inachevée de Norodom Sihanouk, roi du Cambodge (Hræðileg en ólokin saga Norodoms Sihanouk, konungs Kambódíu). Sjónum er beint að þeirri mynd sem Cixous dregur upp af aðalpersónunni Sihanouk og túlkun hennar á hlutverki hans í borgarastyrjöld í Kambódíu, kalda stríðinu og Víetnamstríðinu. Jafnframt er leitast við að varpa ljósi á sögulega þætti leikritsins með því að setja þá í samhengi við fræðileg skrif um efnið. Greining Cixous á samsetningu og átökum ólíkra valdablokka innan lands og utan er skoðuð með hliðsjón af togstreitunni sem Sihanouk stendur sjálfur frammi fyrir gagnvart annars vegar ímynd hinnar eilífu Kambódíu og hins vegar þeim málamiðlunum sem hann neyðist til að gera hvort sem það er gagnvart alþjóðlegri íhlutun Bandaríkjanna, Kína og Norður-Víetnams eða skæruliðum Rauðu kmeranna. 


Efnisorð


Hélène Cixous; samtímasaga; Sihanouk; Kambódía; borgarastríð; erlend íhlutun

Heildartexti:

PDF (Français (France))

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir