Tungumál tveggja eylanda Að hvaða leyti er japanska frábrugðin íslensku?

Karítas Hrundar Pálsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir

Útdráttur


Tiltölulega fáir útlendingar búa á Íslandi og í Japan og því fáir sem tala íslensku og japönsku sem annað mál. Hjá heimamönnum ríkir það viðhorf að móðurmál þeirra sé „erfitt“ og því undra þeir sig á því að útlendingar skuli leggja á sig að læra málin. Þótt Íslendingar og Japanir eigi sameiginlegt þetta viðhorf til móðurmála sinna eru íslenska og japanska ólík tungumál hvað varðar formgerð, málnotkun og ritvenjur. Í íslensku er stuðst við eitt stafróf en fjögur stafróf eru notuð í japönsku. Mállýskumunur er nánast enginn á Íslandi en mikill munur er á tali fólks eftir landshlutum í Japan. Lítið er um kynbundinn orðaforða í íslensku en kynbundinn munur á japönsku talmáli getur verið töluverður. Þó nokkuð er af orðum í japönsku sem ekki þykja hæfa konum um leið og önnur orð þykja ekki viðeigandi fyrir karla. Margar ólíkar leiðir eru til að tjá kurteisi í japönsku en fáar leiðir eru til þess í íslensku eftir að þérun lagðist af. Íslenska er mikið beygingarmál en það er japanska ekki í sama skilningi en í japönsku beygjast orð, sér í lagi nafnorð, ekki eins og í íslensku þótt sagnir og lýsingarorð beygist í mörgum ólíkum háttum.

Lykilorð: Íslenska, japanska, formgerð, beyging sagna, málnotkun, kurteisisform 


Efnisorð


Íslenska, japanska, formgerð; beyging sagna; málnotkun; kurteisisform

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir