Myndir vatnsins – tilraun til lesturs á Camus í anda Bachelard

Anne Elisabeth Sejten

Útdráttur


Þrátt lágstemmdan og „knappan“ stíl er furðulega mikið af náttúrumyndum í öllu höfundarverki Alberts Camus, hvort sem það eru minningar um sólina og jarðveginn við Miðjarðarhafið eða reynsluna af samruna mannslíkamans við náttúruna. Í þessari grein er spurt um þýðingu þessara náttúrulýsinga hjá Camus með því að velja „einfalda“ nálgun sem tengist fremur „efnislegri ímyndun“ en táknrænni og táknsögulegri túlkun. Náttúrulýsingar í heimspekiritgerðum Camus sem og í frásögnum hans virðast ganga lengra en að setja fram lýsingu, að svo miklu leyti sem tungumálið á þeim er „einfaldara“, það er tungumál frumefnanna fjögurra: jarðar, vatns, lofts og elds. Ólíkt viðteknum hugmyndum um Camus sem skáld sólarinnar bendir nánari lestur til þess að vatn yfirgnæfi önnur frumefni. Í samæmi við það er leitað í smiðju franska heimspekingsins Une Pensée de l’eau 216 Gaston Bachelard til að sýna fram á hvernig framsetning náttúrunnar hjá Camus er leyst upp eða afbyggð í nokkurs konar skáldskaparfræði frumefna þar sem vatn er hinn leyndi sjóndeildarhringur fegurðarinnar.

Heildartexti:

PDF (Français (France))

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir