,,Þáttur var tekinn í hlaupinu af Höskuldi.“ Samspil fastra orðasambanda og setningagerðar

Anton Karl Ingason, Einar Freyr Sigurðsson, Jim Wood

Útdráttur


Þessi grein fjallar um föst orðasambönd þar sem tiltekin sögn og tiltekið andlag hennar eru túlkuð á sérstakan hátt sem ekki er fyrirsegjanlegur út frá merkingu einstakra orða. Við ræðum samspil tiltekinna setningagerða í íslensku og túlkunar á þessum sömu orðasamböndum. Sjónum er einkum beint að víxlum milli germyndar, þolmyndar og nýju ópersónulegu setningagerðarinnar. Við sýnum að þau sambönd sem glata orðasambandsmerkingu í hefðbundinni þolmynd varðveita hana í nýju ópersónulegu setningagerðinni. Fjallað er um þá eiginleika sem einkenna föst sagnasambönd og kenningar sem settar hafa verið fram af Chomsky og Lebeaux um greiningu á svona gögnum. Þessar kenningar samrýmast ágætlega greiningum á nýju ópersónulegu setningagerðinni sem gera ráð fyrir ósögðu frumlagi vegna þess að ósagður liður í frumlagssæti ætti að koma í veg fyrir rökliðafærslu andlags. Ef andlagið getur ekki færst þá standa sögn og andlag hlið við hlið og ekkert spillir fyrir því að túlka þessar tvær einingar sem eina merkingarlega heild.

Lykilorð: föst orðasambönd, fastvenslaðar segðir, þolmynd, íslenska, setningafræði


Efnisorð


föst orðasambönd, fastvenslaðar segðir, þolmynd, íslenska, setningafræði

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir