Greining á fyrsta ljóðasafni Clemente Rebora

Stefano Rosatti

Útdráttur


Greinin varpar ljósi á ágreiningsefni sem fram hafa komið í nokkrum af merkilegustu rannsóknunum um ítalska skáldið Clemente Rebora (Mílanó 1885 – Stresa 1957) en einnig um vandamál í sagnfræði og bókmenntum er varða hann og eru ennþá óleyst. Þessi grein grundvallast á fjölbreyttri og merkilegri rýni á tungumáli og ljóðrænum stíl Rebora með því að nýta kenningar úr hugrænni sálfræði, einnig leggur hún að mörkum aukinn skilning á skáldskaparlist Rebora, sem er með þeim flóknari (og mest heillandi) í ítölskum nútímabókmenntum. Greinin, skoðar einkum persónugervingu, sem er staðfast og samfellt stílbragð í hans fyrsta ljóðasafni (Frammenti lirici, 1913). Persónugerving er nánast ekki til staðar í verkum Rebora eftir að hann tók kaþólska trú (1929). Rebora notar persónugervingu meira sem tilvistarlegt en allegórískt tól. Persónugerving er miðpunktur í Frammenti lirici. hún sýnir og túlkar ómeðvitað óstöðugleika og þjáningu skáldsins sem er að standa frammi fyrir óæskilegum og ógnarlegum veruleika. 

Lykilorð: Clemente Rebora, ítalskar nútímabókmenntir, persónugerving, hugræn sálfræði, ljóðrænn stíl

 


Heildartexti:

PDF (Italiano)

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir