Ólíkur skilningur á lýðræðishugtakinu í spænskri sagnaritun

Ingrid Lindström Leo

Útdráttur


Spænska stjórnarskráin frá 1931 innleiddi stjórnmálakerfi sem byggð­ist á frjálsum kosningum, almennum kosningarétti og yfir­lýsing­um í sam­ræmi við almennar lýðræðishugmyndir í Evrópu á þeim tíma. Þetta lýð­ræðis­lega kerfi varð þekkt sem Annað lýðveldið, eða einfaldlega Lýð­veldið. Því lauk þegar Franco stofnaði einræði sitt eftir stjórnlagarof og borgarastyrjöld. Að Franco látnum var byggt upp lýð­ræðisríki á Spáni. Lýðræði samtímans hefur frá árum Lýðveldisins og alla 20. öld verið túlkað út frá alls kyns viðhorfum, væntingum, áhyggjuefnum og aðstæðum sem hafa þróast í spænsku samfélagi.

Skilningur á hugtaki eins og lýðræði er háður ólíkum þáttum, t.d. félags­pólitískum einkennum tungumálsins, og auk þess efna­hags­mál­um, menningarástandi og öðrum aðstæðum á hverjum tíma. Þess vegna hefur túlkun á lýðræði verið töluvert mismunandi í nútíð og fortíð. Hins vegar virðist sagnaritun nú á dögum, hvort sem um er að ræða sagnfræðirit eða sögulegar skáldsögur, ekki veita þessari stað­reynd mikla athygli. Þvert á móti virðast slík verk fjalla um hugtakið lýð­ræði samkvæmt habitus (Bourdieu) hvers höfundar. Þar með eru flækjur sagnfræðinnar að einhverju leyti einfaldaðar.

Með dæmum úr textum sem fjalla um samtímasögu Spánar reyni ég að sýna fram á hvernig hugmyndin um lýðræði þróaðist smám saman á Spáni á 20. öld. Út frá þeim mun sem er á hugmyndafræði hópa og hreyfinga ræði ég líka ýmsa þætti sagnaritunar sem fjallað hefur verið um af sérfræðingum á sviðinu. Megináherslan er á sagna­ritun, þ.e. fortíðina eins og hún er kennd og útskýrð fyrir skóla­nem­endum á hverjum tíma.

Lykilorð: lýðræði, skilningur, sjónarhóll í sagnaritun


Efnisorð


ýðræði, skilningur, sjónarhóll í sagnaritun

Heildartexti:

PDF (Español (España))

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir