Um val á tíðum í spænsku þegar vísað er til þess sem áður hefur verið sagt í sama texta

Ilpo Kempas

Útdráttur


Greinin fjallar um val á tíðum í spænsku (og að nokkru leyti einnig í frönsku) þegar vísað er til þess sem áður hefur verið sagt í almennum texta. Sjónum er beint að sagnorðum sem merkja ‘að segja’, t.d. decir, señalar og mencionar, svo og að sögnum sem tengjast tjáningu og skynjun upplýsinga og staðreynda, t.d. ver og mostrar. Efniviðurinn er samsettur af textum á sviði fræða, vísinda og upplýsinga þar sem slík endurvísun er mikið notuð. Efnið spannar einnig tvö helstu svæðisbundnu afbrigði spænskunnar, annars vegar á Spáni og hins vegar í spænsku Ameríku. Þótt í talmáli spænsku Ameríku sé nánast eingöngu notuð perfektíf þátíð (dijimos) þegar um er að ræða lokið horf er notkun núliðinnar tíðar (hemos dicho) einnig furðu algeng í spænsk-amerískum vísindatextum, jafnvel þótt þróunin hafi annars ekki verið til lokins horfs í núliðinni tíð. Önnur áhugaverð niðurstaða er tiltölulega algeng notkun lýsingarþátíðar (decíamos) í vísindatextum; það á raunar einnig við í frönsku. Ekki er ljóst hvort slíkar myndir tjá ólokið eða lokið horf; eins og alkunna er má einnig nota lýsingarþátíð til að tjá lokið horf af hreinum stílfræðilegum ástæðum.

Lykilorð: spænska, franska, tíðir, endurvísun, textar almenns eðlis


Efnisorð


spænska, franska, tíðir, endurvísun, textar almenns eðlis

Heildartexti:

PDF (Español (España))

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir