Dídó og Eneas á 16. öld í Frakklandi. Þýðing Hélisenne de Crenne á Eneasarkviðu

Sara Ehrling, Britt-Marie Karlsson

Útdráttur


Þessi grein fjallar um fyrstu frönsku þýðinguna í óbundnu máli á fyrstu fjórum bókum Eneasarkviðu Virgils, Les Quatre premiers livres des Eneydes du treselegant poete Virgile, Traduictz de Latin en prose Francoyse, par ma dame Helisenne. Þýðingin birtist árið 1541 undir dul­nefninu Hélisenne de Crenne, sem var þá þegar orðið þekkt nafn í bókmenntaheiminum. Þýðingin var síðasta verk skáldkonunnar og má líta á það sem þungamiðju í höfundarverki hennar, bæði vegna þess að fyrri verk hennar vísa í klassíska hefð og fjalla auk þess um forboðnar ástir. Þýðing Crenne er nógu frjáls til að unnt sé að varpa fram spurn­ingum um eðli hennar og uppsprettu. Túlkandinn sótti sér greinilega ekki aðeins innblástur í texta Virgils heldur einnig í franska þýðingu í bundnu máli frá 1509 eftir Octovien de Saint-Gelais. Engu að síður tekst honum að breyta áherslum í frásögninni kunnáttu­samlega, oft á mjög lúmskan hátt. Í þessari grein verður sýnt með dæm­um úr fyrstu bók kviðunnar hvernig þýðing Crenne auðgar undirliggjandi hugleiðingar um örlagahyggju og ábyrgð einstaklingsins.

Lykilorð: Hélisenne de Crenne, Eneasarkviða, viðtökur við verkum Virgils, þýðingar í upphafi nýaldar


Efnisorð


Hélisenne de Crenne, Eneasarkviða, viðtökur við verkum Virgils, þýðingar í upphafi nýaldar

Heildartexti:

PDF (Français (France))

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir