Einvaldur á jaðrinum: María Stúart og menningarlegir yfirburðir „Gloríönu“ í kvikmyndum og sjónvarpi.

Ingibjörg Ágústsdóttir

Útdráttur


Þessi grein fjallar um hvernig mynd er dregin upp af Maríu Stúart Skotadrottningu og frænku hennar Elísabetu fyrstu Englands­drottningu í kvikmyndum og sjónvarpsmyndum frá 1970 til dagsins í dag. Sýnt er fram á hvernig María og Elísabet hafa báðar orðið táknmyndir landa sinna, Skotlands og Englands. Engu að síður á ímynd Elísabetar, eins og hún birtist í kvikmyndum og dægur­menn­ingu, sér mun sterkari rætur í hugmyndum um þjóðernislega, menn­ingar­lega og sögulega yfir­­burði Englands. Þess vegna er tilhneiging í kvikmyndum um líf Maríu og Elísabetar að halda uppi og lofsyngja völd og velgengni hinnar ensku „Gloríönu“, andspænis því sem marg­ir telja að hafi brugðist á valdatíma Maríu. Þannig kemur saga Maríu iðulega illa út úr saman­burði við sögu Elísabetar fyrstu, með þeim afleiðingum að lítið er gert úr hlutverki Maríu, pólitískri þýðingu hennar og gildi hennar og styrk sem þjóðhöfðingja. 

Lykilorð: María Skotadrottning, Elísabet fyrsta, kvikmyndir og sjón­varp, menningaryfirráð, jaðarsetning


Efnisorð


María Skotadrottning, Elísabet fyrsta, kvikmyndir og sjón­varp, menningaryfirráð, jaðarsetning

Heildartexti:

PDF (English)

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir