Lestur Bourdieus á verki Sartres, L’Idiot de la famille

Helge Vidar Holm

Útdráttur


Í riti sínu Les règles de l’art frá 1992 um tilurð og uppbyggingu bókmenntasviðsins (le champ littéraire) gerir Pierre Bourdieu sér far um að gagnrýna hugmyndir sem Jean-Paul Sartre setti fram í bókinni L’idiot de la famille (1971–1972/1988) um ævi og verk Gustave Flauberts. Enda þótt Bourdieu gangist við að hafa þegið hugmyndir frá Sartre tekur hann ekki til greina heimspekilega greiningu Sartres á sambandi Flauberts við tungumálið, sérstaklega við klisjur í tali og tungu­mál Hins. Þessi hluti af greiningu Sartres á sér að mínu mati áhuga­­­­verðar hliðstæður í sumum eldri verkum rússneska heim­spek­ings­ins Mikhael Bakhtins. Bourdieu setur einnig fram almenna gagn­rýni á hugsun Sartres og hann ræðst til atlögu við stöðu Sartres sem „allsherjar“ menntamanns sem drottnaði yfir öllum þeim sviðum sem mynda le champ intellectuel. Þetta eru umdeildar skoðanir sem að mínu mati missa marks. Ásakanir Bourdieus urðu því á vissan hátt að mælsku­bragði sem kom honum sjálfum í koll, rétt eins og bjúgverpill sem leitar til baka til þess sem varpaði honum; ásakanirnar hæfðu þannig hans eigið ofdramb fremur en ofdramb þess sem þær beindust gegn.

Lykilorð: Bourdieu, Sartre, Flaubert, bókmenntasvið, félagsfræði skáld­sögunnar

 


Efnisorð


Bourdieu, Sartre, Flaubert, bókmenntasvið, félagsfræði skáld­sögunnar

Heildartexti:

PDF (Français (France))

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir