„Aus einem Brief aus Island“ von Tómas Sæmundsson im Kontext seiner Grand Tour.

Marion Lerner

Útdráttur


Í fyrsta hefti Fjölnis 1835 birtist „Úr bréfi frá Íslandi“ eftir Tómas Sæmundsson. Í þessari grein verður bréf hans sett í samhengi við ævisögu og ferðareynslu höfundar. Fjölnismaðurinn var nýkominn heim úr tveggja ára menntaferð (Grand Tour) um Evrópu og hafði verið samtals sjö ár í útlöndum þegar hann setti saman bréfið. Hann var vel að sér í evrópskum ferðaskrifum samtímans og ætlaði ferðabókmenntum fastan sess í tímaritinu Fjölni. Í greininni verða færð rök fyrir því að túlka megi bréfið sem ferðalýsingu þar sem segir frá ferðalagi í tveimur áföngum: frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur og þaðan í Aðaldal á Norðurlandi. Athygli vekur að Tómas Sæmundsson skrifaði bréfið í samræmi við erlend viðmið þó að hann væri að semja ferðalýsingu í formi sendibréfs sem átti eftir að koma fyrir augu Íslendinga. Fram kemur að hann áleit þá ábyrgð hvíla á hinum menntaða manni að deila þekkingu og reynslu sinni með lesendum sínum um leið og hann tjáði gagnrýnið viðhorf sitt til samtímamála á Íslandi.

Lykilorð: Tómas Sæmundsson, Fjölnir, ferðabækur, ferðalýsingar, menntaferðir


Efnisorð


Lykilorð: Tómas Sæmundsson, Fjölnir, ferðabækur, ferðalýsingar, menntaferðir

Heildartexti:

PDF (Deutsch)

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir