Orð eru til alls fyrst.

Þórhildur Oddsdóttir

Útdráttur


Í þessari grein fjallar höfundur um erlendar orðaforðarannsóknir á íslensku. Orðaforði og hlutverk hans í tileinkun erlendra tungumála er viðfangsefni margra annarsmálsfræðinga og skipar sífellt stærri sess í rannsóknum þeirra. Í greininni er rætt um viðhorf manna til orðaforðans í sögulegu ljósi. Mikil gróska er í orðaforðarannsóknum sem ná yfir mörg svið. Menn reyna að átta sig á því hvernig orðaforði festist í minni og hvað þarf til að virkja hann í samskiptum. Þróaðar hafa verið ýmsar aðferðir til að meta og mæla eðli og umfang orðaforða, sem og mikilvægi þess að þekkja margræð merkingarsvið orða og orðasambanda til að nálgast færni innfæddra í málhæfni. Þessi umfjöllun sýnir mikilvægi þess að niðurstöður ofangreindra rannsókna berist inn í íslenskt skólasamfélag og einnig hversu brýnt það er að vinna markvisst að íslenskum rannsóknum á þessu sviði.

Lykilorð: orðaforði, orðaforðarannsóknir, máltileinkun, erlend tungumál, tungumálanám


Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir