Going is not Becoming Some Comments on the Resultative in English (and Icelandic).

Matthew Whelpton

Útdráttur


Í greininni er fjallað um útkomusetningar á borð við The blacksmith hammered the metal flat. Færð eru rök fyrir því að greina verður á ólíkan hátt útkomusetningar með sögnum sem tjá ástandsbreytingu og sögnum sem tjá hreyfingu því að annars verður hinn mikilvægi munur á þessum tveimur setningagerðum óljós. Einkum er því haldið fram að í útkomusetningum sem tjá ástandsbreytingu séu hömlur á notkun beins andlags en það eigi ekki við um setningagerðir sem tjá hreyfingu. Höfundur bendir á ýmiss konar þýðingarmikinn mun á þessum tveimur setningagerðum, sem lýtur að fallstjórn sagna, fallmörkun og túlkun setningagerðanna. Hann dregur fram mörg vel þekkt gagndæmi gegn tilgátunni um hömlur beins andlags og sýnir fram á að nánast öll slík dæmi eru í setningum með hreyfingarsögnum.

Lykilorð: útkomusetningar, lýsandi, ástandsbreyting, hreyfing, samvistarfall


Efnisorð


útkomusetningar, lýsandi, ástandsbreyting, hreyfing, samvistarfall

Heildartexti:

PDF (English)

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir