Enskan og fræðaskrifin.

Birna Arnbjörsdóttir, Hafdís Ingvarsdóttir

Útdráttur


Notkun ensku í hinum akademíska heimi hefur aukist til muna undanfarna áratugi. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessum straumum og hér eru fræðimenn hvattir til þátttöku í alþjóðlegu fræðastarfi til að auka samkeppnishæfni íslenskra rannsókna og íslenskra háskóla. Þessi stefna vekur hins vegar áleitnar spurningar um jafnræði, þ.e. að hve miklu leyti fræðimenn eru færir um að skrifa fræðigreinar á ensku, um gæði slíkra skrifa þegar skrifað er á öðru máli en móðurmálinu og þá raunverulega samkeppnishæfni. En það vekur líka spurningar um þróun íslensks fræðamáls og hugsanlegt umdæmistap. Í þessari grein verður fjallað um rannsókn þar sem könnuð voru viðhorf háskólakennara til eigin enskukunnáttu, hvort kennarar teldu ávinning eða ekki af því að nota ensku í kennslu. Þá var spurt hverju það skipti um vinnuálag að vinna með tvö tungumál og loks hversu færa kennarar teldu sig vera til að skrifa fræðilega texta á ensku og hvort og þá hvert þeir leituðu aðstoðar ef þörf væri á. rafrænn spurningalisti var sendur út til allra háskólakennara og bárust svör frá 238 kennurum. Mikill meirihluti svarenda telur enskukunnáttu sína góða og sér engin vandkvæði á að vinna með tvö tungumál. Engu að síður þurfa 2/3 á aðstoð að halda við fræðiskrif á ensku og leita þá víða fanga. Yngstu fræðimennirnir skrifa nær eingöngu á ensku. Háskóli Íslands býður hins vegar ekki upp á neina aðstoð. niðurstöður gefa áhugaverðar vísbendingar sem gefa þarf gaum að.


Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir