Nýtt málumhverfi, ný námskrá, nýjar áherslur í tungumálakennslu.

Birna Arnbjörnsdóttir, Hafdís Ingvarsdóttir

Útdráttur


Í þessari grein er fyrst lýst helstu hugmyndum í nýjum námskrám í erlendum tungumálum fyrir grunn- og framhaldsskóla. Rætt er um ólíka stöðu erlendra tungumála á Íslandi meðal annars með hliðsjón af nýjum rannsóknum höfunda og settar fram tillögur að breyttum áherslum í ensku- og dönskukennslu með tilliti til íslensks málumhverfis. Bent er á að auka þurfi kennslu í ritun og lestri lengri rauntexta/fræðilegra texta í ensku svo að nemendur verði nægjanlega vel undirbúnir til náms við íslenska og erlenda háskóla. Á hinn bóginn þarf að auka kennslu í tali og skilningi á mæltu máli í dönsku svo að danska verði það samskiptatæki sem henni er ætlað samkvæmt námskrá. Þá er rætt um leiðir til að styðja við tungumálanám almennt og þar með leiðir til að auka fjölbreytni í vali á tungumálum. Enn fremur er fjallað um leiðir til að efla færni áhugasamra nemenda í þriðja og fjórða máli með aðstoð tæknilausna sem þróaðar hafa verið í Háskóla Íslands. Rætt er um mikilvægi þess að hlúa að málakunnáttu þeirra barna og ungmenna sem hafa dvalist langdvölum erlendis eða eiga annað móðurmál en íslensku. Að lokum er fjallað um grunn- og endurmenntun kennara sem taki mið af nýjum áherslum í námskrá.

Lykilorð: námskrá í erlendum tungumálum, kennsluaðferðir, nýtt málumhverfi, upplýsingatækni, kennaramenntun 


Efnisorð


námskrá í erlendum tungumálum, kennsluaðferðir, nýtt málumhverfi, upplýsingatækni, kennaramenntun Abstract

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir