Lýðræðislegt samræðumat: Innra mat á starfi fjögurra leikskóla

Höfundar

  • Anna Magnea Hreinsdóttir
  • Sigurlína Davíðsdóttir

Lykilorð:

Lýðræðislegt samræðumat, mósaík-aðferðin, mat á leikskólastarfi, sjónarmið barna

Útdráttur

Innra mat með utanaðkomandi matsaðila var unnið í fjórum leikskólum. Nálgunin var þátttökumiðað mat með áherslu á lýðræðislega samræðu. Tekin voru umræðuhópaviðtöl við fulltrúa fjögurra til fimm ára barna og rýnihópaviðtöl við fulltrúa foreldra leikskólabarna og starfsfólks leikskólanna. Ávinningur og annmarkar lýðræðislegs samræðumats á leikskólastarfi voru skoðaðir með innra mati sem helstu hagsmunaaðilar leikskólastarfsins tóku þátt í, þ.e. starfsfólk, foreldrar og börn, en með stuðningi ytri aðila. Þátttakendur í matinu töldu að helstu kostir samræðumats fælust í umræðunni milli fulltrúa helstu hagsmunaaðila leikskólastarfsins um gildi og viðmið matsins. Sjónarmið barna gáfu innsýn í upplifun þeirra á starfi leikskóla og vísbendingar um hvernig stuðlað verði að menntun í leikskólum og komið til móts við þarfir barnanna. Þannig má tryggja að starfsemin taki ekki einungis mið af hagsmunum eins hóps, starfsfólksins sem skipuleggur starfið, á kostnað barna og foreldra.

Útgefið

2015-09-21

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar