Hvað má læra af farsælli reynslu þriggja grunnskóla af fjölmenningarlegu starfi?

Höfundar

  • Guðlaug Ólafsdóttir
  • Hanna Ragnarsdóttir
  • Börkur Hansen

Lykilorð:

Fjölmenningarlegt skólastarf, skipulag, jöfnuður, valdefling

Útdráttur

Greinin fjallar um rannsókn sem gerð var í tveimur íslenskum grunnskólum og einum enskum. Skólarnir eiga það sameiginlegt að stór hluti nemendahópsins er af erlendum uppruna og hafa þeir mótað skipulag til að mæta þessum nemendahópi. Leitað var svara við því hvað í starfsháttum og skipulagi þessara þriggja skóla mætti ætla að stuðlaði að farsælu fjölmenningarlegu skólastarfi. Tekin voru viðtöl við kennara og skólastjórnendur í skólunum, gerð vettvangsathugun og opinber gögn um skólana skoðuð. Helstu niðurstöður voru þær að skólarnir hafa skýra framtíðarsýn og stefnu. Kennsluhættir byggjast á samvinnu, samræðum og virkni nemenda og mikilli kennslu í nýja tungumálinu. Vel er fylgst með námi nemenda og gerðar til þeirra kröfur. Skólarnir hafa frumkvæði að samskiptum við foreldra. Á grundvelli niðurstaðnanna voru mótaðar tillögur að áherslum við skipulag á fjölmenningarlegu skólastarfi. Tillögurnar lúta að gildum, skipulagi og starfsháttum og ættu að geta nýst skólum sem ekki hafa eins mikla reynslu af fjölmenningarlegu starfi og skólarnir í rannsókninni.

Niðurhal

Útgefið

2015-09-21

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar