Hlutverk háskólakennara í námskrárgerð

Höfundar

  • Guðrún Geirsdóttir

Lykilorð:

Námskrárgerð, háskólar, ólíkar háskólagreinar, Basil Bernstein

Útdráttur

Hér segir frá niðurstöðum rannsóknar þar sem hugtök og kenningar breska fræðimannsins Basils Bernstein voru notaðar til að greina námskrár þriggja greina í Háskóla Íslands (véla- og iðnaðarverkfræði, mannfræði og eðlisfræði). Lýst er sérstöðu hverrar námskrár eða svokölluðum staðbundnum námskrám greinanna sem birtast í markmiðum greinarinnar, viðmiðunum um val og skipulag þekkingar, viðhorfum til nemenda og skilgreindum hlutverkum kennara. Dregið er fram hvað hefur helst áhrif á staðbindingu námskránna. Í rannsókninni var sérstaklega hugað að valdi og umboði háskólakennara til að taka ákvarðanir um námskrá greina sinna og hvernig kennarar innan ólíkra háskólagreina upplifa mismikið svigrúm til að taka ákvarðanir um námskrá. Sem dæmi um mismunandi svigrúm háskólakennara verður val þeirra á námsefni eða inntaki námskeiða tekið sérstaklega til umfjöllunar. Hugtök Bernsteins voru jafnframt notuð til að greina skipulag þeirra skora sem rannsóknin beindist að en skipulagið getur ýmist hindrað eða hvatt til samstarfs og samræðna háskólakennara um námskrá.

Niðurhal

Útgefið

2015-09-21

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar