Brotthvarf og námsgengi nemenda í framhaldsskóla: Námsreynsla tveggja hópa nemenda í Verkmenntaskólanum á Akureyri
Lykilorð:
Brotthvarf úr framhaldsskólum, trú á eigin getu, tilfærsla milli skólastiga, hvati til náms, skóli fyrir allaÚtdráttur
Í greininni segir frá viðtölum við tvo ólíka hópa nemenda í Verkmenntaskólanum á Akureyri: Nemendur sem gengið hafði vel í grunnskóla og stefndu að námslokum innan tímamarka og nemendur sem stundað höfðu nám á almennri braut. Niðurstöðurnar eru notaðar til að varpa ljósi á ólíka námsreynslu hópanna. Það reyndi með ýmsu móti á báða hópana að hefja nám í framhaldsskóla. Þó var greinilegt að nemendur hópsins sem gengið hafði vel í grunnskóla tókust á við áskoranir framhaldsskólans af meiri einurð og nutu þess að búa að meiri trú á eigin getu og hvata til náms. Fleiri nemendur úr þessum hópi glímdu við erfiðleika í lestri og stærðfræði en búist hafði verið við og nokkrir þeirra töldu endurtekið fall í byrjunaráfanga stærðfræði vera farið að grafa undan trú sinni á eigin getu í greininni. Enn fremur undirstrikuðu niðurstöður um hópana tvo mikilvægi styðjandi aðhalds frá foreldrum og stuðnings frá vinum.Útgefið
2015-09-21
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar