Ný aðalnámskrá framhaldsskóla og gömul námskrárfræði

Höfundar

  • Atli Harðarson

Lykilorð:

Aðalnámskrá framhaldsskóla, markmið, markmiðssetning, saga námskrárfræða, rökhyggja, tæknihyggja

Útdráttur

Ákvæði um markmið og markmiðssetningu í almennum hluta nýrrar aðalnámskrár framhaldsskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2012) eru afsprengi bandarískrar hefðar í námskrárfræðum sem rekja má til rita eftir John Franklin Bobbitt og Ralph W. Tyler og var síðan þróuð af Benjamin S. Bloom, Hildu Taba og fleirum. Í greininni er rökstutt að kjarni þessarar hefðar, sem nýja námskráin tilheyrir, felist í kröfu um að nám sé skipulagt út frá nemendamiðuðum markmiðum sem hægt sé að ná eða ljúka. Þessari hefð hefur verið andmælt af mörgum námskrárfræðingum síðustu 45 árin eða þar um bil. Tveir af þekktustu andmælendunum eru Bandaríkjamaðurinn Joseph Schwab og Bretinn Lawrence Stenhouse sem báðir héldu fram menntapólitískum sjónarmiðum í anda húmanisma eða þess sem á ensku kallast „liberal education“ og rökstuddu að ekki sé skynsamlegt að líta á námsefni skóla eingöngu sem tæki til að ná markmiðum. Í greininni er sagt frá meginatriðum í rökunum sem Schwab og Stenhouse færðu gegn námskrárfræðahefðinni og bent á að þau veki bæði spurningar um hvort það sé mögulegt og hvort það sé æskilegt að móta skólastarf eftir markmiðum eins og nýja aðalnámskráin segir að gert skuli.

Niðurhal

Útgefið

2015-09-21

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar