Yngstu leikskólabörnin: Samfélag í leik

Höfundar

  • Hrönn Pálmadóttir
  • Jóhanna Einarsdóttir

Lykilorð:

Yngstu leikskólabörnin, leikur, samskipti, samhuglægni, nám

Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á það hvernig yngstu leikskólabörnin skapa félagslegt samfélag sitt í leik í leikskóla. Þátttakendur í rannsókninni voru 20 börn á einni deild í leikskóla, á aldrinum 14 mánaða til tveggja ára og fimm mánaða, ásamt fjórum starfsmönnum, þar af tveimur leikskólakennurum. Byggt var á kenningu franska heimspekingsins Maurice Merleau-Ponty (1962, 1994) um lífheiminn (e. life world), þar sem samtvinnuðum tengslum manneskjunnar við umhverfið er lýst. Samhuglægni (e. intersubjectivity) er mikilvægur hluti þess ferlis sem á sér stað þegar börn móta sameiginlegan heim sinn í samskiptum og leik. Myndbandsupptökur af samskiptum og leik barnanna voru meginrannsóknaraðferðin. Niðurstöður sýna að líkamstjáning er forsenda þess að börnin skapi tengsl við önnur börn og umhverfið. Líkamstjáningin gegndi þannig lykilhlutverki við að skapa og þróa félagslegt samfélag barnanna í leik. Börnin tjáðu með líkamanum fyrirætlanir sínar um að koma af stað leik, að halda leik áfram og að komast inn í leik sem þegar var hafinn. Jafnframt notuðu börnin félagslega stöðu sína til þess að hafa áhrif á það hvaða börn fengju að taka þátt í leik og hver ekki.

Niðurhal

Útgefið

2015-09-21

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar