Sjálfstjórnun barna og ungmenna: Staða þekkingar og þýðing fyrir skólastarf
Lykilorð:
Sjálfstjórnun, þróun, börn, ungmenni, skólanámÚtdráttur
Í greininni er fjallað um hugtakið sjálfstjórnun (e. self-regulation) sem felur í sér stjórnun tilfinninga, hugsunar og hegðunar. Sjálfstjórnun barna og unglinga er nýlegt rannsóknarsvið sem hefur vaxið ört erlendis á síðasta áratug en lítið hefur verið um umfjöllun og rannsóknir á þessu sviði á Íslandi. Í greininni er rætt um skilgreiningar á þessu yfirgripsmikla hugtaki, rannsóknir sem lýsa þroska slíkrar færni í barnæsku og á unglingsárum og mikilvægi sjálfstjórnunar fyrir annars konar þroska og getu, svo sem gengi í námi. Gefið er yfirlit yfir stöðu þekkingar á fræðasviðinu á Íslandi. Að lokum er íhugað hvaða þýðingu efni þessarar greinar kann að hafa fyrir skólastarf og áframhaldandi rannsóknir á Íslandi. Vonast er til að greinin auki skilning rannsakenda á Íslandi, starfsfólks á vettvangi og stefnumótandi aðila á hugtakinu sjálfstjórnun og mikilvægi slíkrar færni fyrir velferð barna og ungmenna.Niðurhal
Útgefið
2015-09-21
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar