Viðbrögð leikskólakennara við HLJÓM-2 í leikskólum Árnessýslu og samvinna við foreldra og grunnskóla

Höfundar

  • Guðrún Þóranna Jónsdóttir
  • Jóhanna T. Einarsdóttir

Lykilorð:

HLJÓM-2, snemmtæk íhlutun, samvinna skólastiga, foreldrasamvinna, lestrarnám

Útdráttur

Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða viðbrögð við niðurstöðum skimunarprófsins HLJÓM-2 í leikskólum í Árnessýslu. Athugað var hvort foreldrar og grunnskólakennarar þekktu til prófsins og þeirrar íhlutunar sem fram fer í leikskólanum í kjölfarið og hvort grunnskólakennarar nýttu sér þær upplýsingar. Þátttakendur voru alls 207, 158 foreldrar, 31 deildarstjóri í leikskólum og 18 umsjónarkennarar. Niðurstöður sýna almenna notkun og ánægju með skimunina meðal leikskólakennaranna. Börn sem greinast í áhættuhópi fá í kjölfarið sérstaka íhlutun í leikskólanum. Foreldrar eru í flestum tilfellum upplýstir um að það standi til að leggja fyrir HLJÓM-2. Upplýsingar um það sem felst í íhlutuninni virðast skila sér illa bæði til grunnskólans og foreldra. Umsjónarkennarar fengu upplýsingar um það hvaða börn höfðu greinst í áhættu með lestrarerfiðleika en nýttu sér þær að takmörkuðu leyti við skipulag lestrarkennslunnar. Efla þarf samvinnu milli skólastiga og við foreldra með það að leiðarljósi að skapa frekari samfellu í námi barnanna.

Niðurhal

Útgefið

2015-09-20

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar