Nám og námsumhverfi 21. aldarinnar: Væntingar og veruleiki
Lykilorð:
Skólabyggingar, námsumhverfi, hönnun skóla, menntaáherslur, starfshættir skólaÚtdráttur
Mikið hefur verið byggt af skólahúsnæði hér á landi síðustu áratugi. Hvorki liggja fyrir samanteknar upplýsingar um það hvaða menntaáherslur réðu för við hönnun þessa nýja húsnæðis né hvort og þá hvernig þær hafi skilað sér í breyttu námsumhverfi og skólastarfi. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á þær kennslufræðilegu áherslur sem höfðu áhrif á hönnun nokkurra valinna nýrra grunnskóla og hvernig þær hafa skilað sér í skólastarfið. Skoðaðar voru fjórar nýlegar skólabyggingar. Greint er hvaða áherslur lágu að baki hönnun þessara bygginga og skoðað hvernig til hefur tekist. Gagna var aflað með viðtölum við þátttakendur í hönnun skólanna, spurningalistum til kennara og vettvangsathugunum. Niðurstöður benda til þess að lögð hafi verið áhersla á að hanna sveigjanlegt námsumhverfi til að stuðla að fjölbreyttu og einstaklingsmiðuðu skólastarfi. Þá virðist vera þörf á markvissari stuðningi við starfsfólk skóla á fyrstu starfsárum í nýju skólahúsnæði en átti við í þessum tilvikum ef takast á að innleiða þessar nýju áherslur.Niðurhal
Útgefið
2015-09-20
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar