Upphaf kennaramenntunar í uppeldismiðuðum handmenntum á Íslandi 1892–1939

Höfundar

  • Gísli Þorsteinsson
  • Brynjar Ólafsson

Lykilorð:

Uppeldismiðaðar handmenntir, slöjd, kennaramenntun, handverk, heimilisiðnaður

Útdráttur

Greinin fjallar um rannsókn á upphafi og þróun kennaramenntunar á Íslandi í uppeldismiðuðum handmenntum, frá árinu 1892 til ársins 1939. Uppeldismiðaðar handmenntir (slöjd) á Íslandi voru í upphafi byggðar á hugmyndafræði slöjds á Norðurlöndunum. Slöjd er uppeldiskerfi sem nýtir handverk sem tæki til að efla þroska barna í gegnum skólastarf. Rannsókn höfunda sýnir að uppeldismiðaðar handmenntir voru hvati að upphafi kennaramenntunar á Íslandi. Flestir upphafsmenn stefnunnar hér á landi sóttu sér menntun til Norðurlandanna og studdust við kennsluaðferðir frumkvöðla slöjdsins í Danmörku og Svíþjóð. Seinna fór að gæta áhrifa frá heimilisiðnaðarhreyfingunni sem, ólíkt slöjdhreyfingunni, lagði áherslu á að viðhalda íslenskum handmenntahefðum með þjóðlegri handavinnu og koma á fót iðnaði á íslenskum heimilum. Menntunarbakgrunnur og hugsjónir þeirra kennara er komu að kennaramenntun í uppeldismiðuðum handmenntum í upphafi hennar lituðu innihald kennslunnar og áherslur.

Niðurhal

Útgefið

2015-09-20

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar