Viðhorf ungmenna til mannréttinda innflytjenda og móttöku flóttafólks: Viðtalsrannsókn
Lykilorð:
Mannréttindi, borgaravitund, ungmenni, innflytjendur, flóttafólkÚtdráttur
Meginmarkmið rannsóknarinnar var að öðlast dýpri skilning á viðhorfum ungmenna til réttinda innflytjenda og móttöku flóttafólks. Viðtöl voru tekin við 15 og 19 ára ungmenni (nítján talsins). Þemagreining var notuð til að greina gögnin og sýndi hún að flestum ungmennanna var umhugað um tækifæri innflytjenda í samfélaginu. Þemun voru íslenskukunnátta, jöfn réttindi og fordómar. Þá kom í ljós að þau ungmenni sem sýndu neikvæðari viðhorf en önnur til innflytjenda gerðu meiri greinarmun á „okkur“ og „hinum“ í orðræðu sinni um innflytjendur. Neikvæð umræða þeirra um innflytjendur einkenndist að nokkru leyti af hugmyndum um hvað það er að vera Íslendingur og af andstöðu og ótta við breytingar á íslenskri menningu, trú og samfélagi. Þá sögðu ungmennin mikilvægt að taka á móti og hjálpa flóttamönnum; þeir eigi að njóta mannréttinda eins og aðrir. Sum þeirra töldu þó nauðsynlegt að takmarka fjölda flóttamanna og athuga bakgrunn þeirra.Niðurhal
Útgefið
2015-09-20
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar