Tónmenntakennsla í íslenskum grunnskólum

Höfundar

  • Helga Rut Guðmundsdóttir

Lykilorð:

Tónmennt, tónmenntakennsla, tónmenntakennarar, list- og verkgreinar, listgreinar

Útdráttur

Í þessari rannsókn var hlutverk íslenskra tónmenntakennara kannað og fyrirkomulag tónmenntakennslu. Greinin er byggð á viðtölum við tólf tónmenntakennara sem valdir voru af handahófi á landsvísu. Tónmenntakennararnir gegndu lykilhlutverki í tónlistarlífi síns skóla og voru, meðfram kennslunni, beðnir að sinna ýmsu öðru sem tengdist tónlist, svo sem undirleik á skemmtunum og umsjón með samsöng. Flestir virtust einangraðir í kennslustörfum sínum og vildu eiga meira samstarf við aðra. Áherslur í kennslu voru nokkuð misjafnar en þó voru tónmenntakennararnir frekar hefðbundnir í vali á aðferðum og efni. Söngur var algengasti liðurinn í tónmenntakennslunni og þótti ómissandi. Sköpun og hljóðfæranotkun þótti einna erfiðast að sinna. Rætt er um mikilvægi þess að þróa nýja kennsluhætti í tónmennt með ákveðnari stefnumörkun í námsgreininni til þess að sporna við stöðnun. Niðurstöður benda til þess að efla þurfi færni tónmenntakennara í fjölbreyttum kennsluaðferðum en þá skiptir þjálfun og símenntun tónmenntakennara höfuðmáli.

Niðurhal

Útgefið

2015-09-20

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar