Leiðsögn kennaranema – stefnur og straumar

Höfundar

  • Ragnhildur Bjarnadóttir

Lykilorð:

Leiðsögn kennaranema, kennaramenntun, vettvangsnám, leiðsagnarkenningar

Útdráttur

Markmið þessarar greinar er að draga upp mynd af helstu kenningum um leiðsögn kennaranema og bregða þá einkum ljósi á mismunandi markmið með leiðsögninni. Fjallað er um yfirlitsrannsókn á leiðsagnarkenningum og sjónum beint að vettvangsnámi sem umgjörð leiðsagnarinnar. Kenningum um starfstengda leiðsögn er skipað í fjóra flokka með hliðsjón af ólíkum markmiðum. Þeir eru: 1. Ígrundun um starfið og eigin starfskenningu; 2. Lærlingurinn verður meistari – breytt þátttaka í starfi og starfsmenningu; 3. Persónulegur styrkur og félagsleg hæfni kennarans; 4. Leiðsögn – afl í kennaramenntun og skólaþróun. Fjallað er um hvern flokk fyrir sig. Lýst er helstu áherslum og markmiðum, fræðilegum bakgrunni og hugtökum, samskiptum í leiðsögninni og skrifum fræðimanna um kenningarnar. Einnig er greint frá helstu gagnrýni á þær. Í samantekt er yfirlitstafla þar sem þessi atriði eru dregin saman og einnig er þar rætt um bæði ólík og sameiginleg einkenni á þessum leiðsagnarstefnum.

Niðurhal

Útgefið

2015-09-20

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar