Ný menntun í takt við kröfur samtímans: Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands

Höfundar

  • Jakob Frímann Þorsteinsson

Útdráttur

Í greininni er fjallað um aðdraganda og þróun náms í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Leitast er við að svara því hvað kallaði á nám í tómstunda- og félagsmálafræði, hvaða meginþættir einkenna námið og hvaða þörfum er mikilvægt að nám á þessu sviði mæti. Á þeim rúmu 10 árum sem liðin eru frá því að fyrstu nemendur útskrifuðust með BA-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði hefur orðið til nýr faghópur sem starfar á fjölbreyttum vettvangi. Í greininni er dregin upp mynd af þessum vettvangi og mikilvægi fagmenntunar í að efla fagmennsku og stuðla að rannsóknar- og þróunarstarfi.

Niðurhal

Útgefið

2015-09-20