Hverjir fara í kennaranám og hvers vegna? Viðhorf grunnskólakennaranema og framhaldsskólanema

Höfundar

  • Halla Jónsdóttir

Lykilorð:

Kennaramenntun, norræn kennaramenntun, viðhorf til kennarastarfsins

Útdráttur

Greinin fjallar um norræna rannsókn á viðhorfum grunnskólakennaranema og nemenda á síðasta ári í framhaldsskóla til kennarastarfsins. Fram kom í rannsókninni að þorri íslensku kennaranemanna, sem þátt tók, var konur með íslensku sem móðurmál. Kennaranemarnir völdu sér ekki starfsvettvang út frá stöðutákni og launum heldur gáfu þeir upp persónulegar ástæður fyrir vali sínu. Þeir töldu kennarastarfið mjög mikilvægt fyrir samfélagið, það væri erfitt en í því fælist mikil ögrun, það væri fjölbreytt og gæfi möguleika á persónulegum þroska. Framhaldsskólanemarnir í rannsókninni töldu að þótt kennarastarfið væri mikilvægt starf væri það svo illa launað að það væri ekki freistandi að læra til kennara. Ungt fólk reyndist jákvæðast gagnvart kennarastarfinu á Íslandi og í Finnlandi.

Niðurhal

Útgefið

2015-09-20

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar