Erfið hegðun nemenda: Áhrif á líðan kennara

Höfundar

  • Snæfríður Dröfn Björgvinsdóttir
  • Anna Lind Pétursdóttir

Lykilorð:

Hegðunarerfiðleikar nemenda, líðan kennara, tilfinningaþrot, kulnun, stuðningur í starfi

Útdráttur

Í þessari rannsókn var kannað umfang erfiðrar hegðunar grunnskólanema og áhrif hennar á kennara og nám nemenda. Athugað var hvaðan kennarar fá stuðning til þess að takast á við hegðunarerfiðleika nemenda, hvort þeir fyndu fyrir einkennum tilfinningaþrots og hvort þau tengdust erfiðri hegðun nemenda. Gögnum var safnað með spurningum af lista Westling (2010) um hegðunarerfiðleika og af lista Maslach um kulnun (Maslach og Jackson, 1981). Þátttakendur voru 95 umsjónarkennarar í 1.–6. bekk og sérkennarar allra bekkja úr níu grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Kennarar í rannsókninni töldu um fjórðung nemenda sýna erfiða hegðun og fengu helst stuðning frá samstarfsfólki sínu til að takast á við hana. Stór hluti þátttakenda sagðist þurfa að fást við hegðunarerfiðleika daglega og taldi þá hafa neikvæð áhrif á sig og nemendur sína. Allt að þriðjungur þátttakenda fann fyrir einkennum tilfinningaþrots og rúmlega helmingur íhugaði að hætta kennslu vegna erfiðrar hegðunar nemenda. Niðurstöður benda til þess að mikilvægt sé að fyrirbyggja og draga úr hegðunarerfiðleikum nemenda til að skapa jákvæðara náms- og starfsumhverfi í skólum.

Niðurhal

Útgefið

2015-09-05

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar