„Við erum fámenn þjóð og höfum ekki efni á öðru en að nýta styrk og hæfileika allra einstaklinga“ Viðtal við Jóhönnu Einarsdóttur, forseta Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Höfundar

  • Guðrún V. Stefánsdóttir
  • Ólafur Páll Jónsson

Lykilorð:

Jóhanna Einarsdóttir

Útdráttur

Jóhanna Einarsdóttir tók við stöðu forseta Menntavísindasviðs Háskóla Íslands 1. júlí 2013.
Lífsstarf Jóhönnu hefur einkum falist í kennslu og rannsóknum á menntun ungra barna en hún hefur verið afkastamikill fræðimaður á því sviði. Jóhanna hefur meðal annars verið í forystu á alþjóðavettvangi um rannsóknir með börnum. Hún var kjörin í stjórn European Early Childhood Education Research Association árið 2011 og hefur þar veitt forystu rannsóknarhópi um rannsóknir með börnum. Hún hefur gert fjölda rannsókna með íslenskum leikskólabörnum og skrifað fræðigreinar og ritstýrt bókum og tímaritum um efnið og verið ráðgjafi
erlendra rannsóknarhópa. Fyrirspyrjendur beindu sjónum sínum einkum að störfum Jóhönnu og þeim gildum sem hafa mótað lífssýn hennar. Enn fremur var Jóhanna spurð um sérstöðu Menntavísindasviðs og framtíðarsýn á menntavísindi.

Niðurhal

Útgefið

2015-09-05