Grenndarkennsla og vettangsferðir í nærsamfélagi skóla
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/tuuom.2024.33.12Lykilorð:
grenndarfræði, grenndarkennsla, náttúrulegt og menningarlegt umhverfi, útikennsla, vettvangsferðirÚtdráttur
Meginmarkmið þessarar greinar er að skoða hvernig aldagamlar hugmyndir um mikilvægi grenndarnáms í skólum hafa skilað sér inn í menntun kennaranema. Steingrímur Arason var merkur umbótasinni í menntamálum á fyrri hluta tuttugustu aldar. Hann, ásamt fleirum, setti fram skýrar tillögur um mikilvægi þess að í skólakerfinu sé unnið með félagslegt og náttúrulegt umhverfi barnsins og lagði áherslu á útivist og vettvangsferðir í nærumhverfi. Þeim tillögum eru gerð nokkur skil í fyrri hluta þessarar greinar til þess að undirstrika að aðferðir nútímalegs grenndarnáms og grenndarkennslu eru ekki nýjar í íslensku skólaumhverfi. Í seinni hluta greinarinnar er nútíminn viðfangsefnið. Annars vegar er lýsing á nemendaverkefni þar sem sett er fram vettvangsferð fyrir leikskólabörn um nærsvæði Hóla í Hjaltadal og hins vegar lýsing á útikennsluþjálfun kennaranema við HA í námskeiði sem heitir Grenndarkennsla. Báðum lýsingunum er ætlað að opna augu verðandi kennara fyrir þeim ótal tækifærum sem þeir hafa hver í sinni heimabyggð til þess að vinna með þroska nemenda í náttúrulegu, manngerðu og menningarlegu umhverfi. Niðurstaðan er sú að gamlar hugmyndir um mikilvægi grenndarnáms í skólum hafa skilað sér inn í menntun kennaranema nú á dögum.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2024 Bragi Guðmundsson, Brynhildur Bjarnadóttir
Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).
This work is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0 International License.