Kennsluhættir náttúrufræða í skyldunámi

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.7

Lykilorð:

náttúrufræði, grunnskóli, kennsluhættir, námsumhverfi

Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvað einkenndi kennsluhætti í náttúrufræði á öllum stigum grunnskólans, hvort og hvernig áherslur aðalnámskrár birtust í kennslunni. Með þessu er þess vænst að veita megi upplýsingar um náttúrufræðikennslu sem nýst gætu við stefnumótun og starfsþróun kennara. Gögnum var safnað um skipulag kennslunnar og aðbúnað. Byggt var á vettvangsathugunum úr 23 kennslustundum í gagnasafni rannsóknarinnar Starfshættir í grunnskólum og 22 athugunum sem gerðar voru með sömu aðferðum árin 2016–2018. Niðurstöður bentu til þess að kennslan einkenndist mikið af beinni kennslu, miðlun efnis í bland við spurningar og spjall og skriflegum verkefnum. Verkleg kennsla var lítil og áhersla á lífvísindi áberandi. Langflestar kennslustundir í náttúrufræði fóru fram í almennri kennslustofu og fátt var í þeim sem minnti á náttúrufræði. Algengara var að kennsla á unglingastigi færi fram í náttúrufræðistofu. Lítið virtist hafa breyst í kennsluháttum frá fyrri rannsóknum. Kennslan þyrfti að fara fram í umhverfi sem væri betur sniðið að náttúrugreinum og snúast meira um vísindahugtök, verklegar æfingar og hugmyndir nemenda. Efla þarf stuðning við náttúrufræðikennara og starfsþróun þeirra til að styrkja fagþekkingu kennara.

##plugins.themes.default.displayStats.downloads##

##plugins.themes.default.displayStats.noStats##

Um höfund (biographies)

  • Svava Pétursdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið
    Svava Pétursdóttir (svavap@hi.is) er lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1989 og doktorsnámi frá University of Leeds 2012. Doktorsritgerð hennar bar titilinn Using information and communication technology in lower secondary science teaching in Iceland. Hún kenndi í 15 ár yngri bekkjum auk náttúrufræði og stærðfræði á unglingastigi. Rannsóknir hennar eru á sviði upplýsingatækni í skólastarfi, starfssamfélaga kennara og náttúrufræðimenntunar. ORCID ID: https://orcid.org/0000-0002-1206-8745
  • Gunnhildur Óskarsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið
    Gunnhildur Óskarsdóttir (gunn@hi.is) er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1982, meistaranámi frá Aberdeen-háskóla í Skotlandi 1989 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2006. Doktorsritgerðin var gefin út í bók árið 2016,“The Brain controls everything”- Children´s Ideas about the Body. Útgefandi: Information Age Publishing. Gunnhildur kenndi í grunnskóla í 12 ár. Hún var deildarforseti Kennaradeildar Háskóla Íslands árin 2013–17. Rannsóknir hennar eru á sviði náttúrufræðimenntunar, vettvangsnáms og fjölmenningarlegrar menntunar. ORCID ID: https://orcid.org/0000-0002-3821-6718

Niðurhal

Útgefið

2023-01-09