„Áfram í gegnum þennan brimskafl“: Greining á tilkynningum rektors Háskóla Íslands á tímum COVID 19

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.6

Lykilorð:

Covid-19, kynjajafnrétti, kennsla, stefna Háskóla Íslands, orðræðugreining

Útdráttur

Mikilvægt er að standa vörð um jafnrétti kynjanna á tímum Covid 19 þar sem búast má við bakslagi, bæði vegna þess að staða undirskipaðra hópa versnar enn frekar og á óvissutímum er hætta á að jafnréttisáherslur mæti afgangi. Í greininni eru tilkynningar rektors Háskóla Íslands til nemenda og starfsfólks í kórónuveirufaraldrinum greindar út frá sjónarmiðum kynjajafnréttis. Gögn rannsóknarinnar samanstanda af 96 tilkynningum sem sendar voru á tímabilinu febrúar 2020 til maí 2021. Gögnin, um 11.000 orð, voru orðræðugreind. Helstu niðurstöður eru þær að áhersla er lögð á kennslu og stuðning við nemendur, vinnu sem konur sinna í meiri mæli en karlar. Um leið er lögð áhersla á að halda uppteknum hætti varðandi rannsóknavirkni þrátt fyrir breyttar aðstæður, áhersla sem karlar virðast frekar geta tileinkað sér. Þannig er staða Háskóla Íslands sem háskóla í fremstu röð í forgrunni og fjölskyldu- og jafnréttisstefna í bakgrunni

Um höfund (biographies)

Gyða Margrét Pétursdóttir, Háskóli Íslands - Stjórnmálafræðideild

Gyða Margrét Pétursdóttir (gydap@hi.is) er prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi í kynjafræði árið 2009 og hafði áður lokið BA-prófi (2002) og meistaraprófi (2004) í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Meðal sérsviða hennar eru: Kynjatengsl, vinnumenning, jafnrétti í háskólum, samræming fjölskyldulífs og atvinnu, karlmennska, kvenleiki, og kynbundið ofbeldi.

Thamar Melanie Heijstra, Háskóli Íslands - Félagsfræði- mannfræði- og þjóðfræðideild

Thamar Melanie Heijstra (thamar@hi.is) er prófessor í félagsfræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands og kennsluþróunarstjóri Félagsvísindasviðs HÍ. Hún lauk doktorsprófi í félagsfræði árið 2013 og hafði áður lokið MA-prófi (2008) og BA-prófi (2006) í félagsfræði frá Háskóli Íslands. Rannsóknir hennar og sérhæfing snúa að vinnumenningu, vinnuaðstæðum, samræmi vinnu og einkalífs, líðan og kynjajafnrétti.

Niðurhal

Útgefið

2023-01-09

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar