Vinatengsl unglinga og stuðningur vina eftir uppruna

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.1

Lykilorð:

vinatengsl, unglingar, vinastuðningur, uppruni, fjölbreytni í skólaumhverfi

Útdráttur

Þau tengsl sem unglingar mynda við flutning til nýs lands geta ráðið miklu um líðan þeirra og velferð. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á vinatengsl eftir uppruna unglinga. Kannaður var fjöldi vina af íslenskum og erlendum uppruna og stuðningur frá þeim, tengsl vinafjölda og hlutfalls nemenda af erlendum uppruna í skóla þátttakenda og tengsl aldurs við flutning til Íslands og vinafjölda. Gögnum var safnað með spurningalistakönnun sem lögð var fyrir í níu grunnskólum. Alls svöruðu 806 unglingar úr 8., 9. og 10. bekk könnuninni og var svarhlutfall 82%. Niðurstöður sýndu að vinir tilheyrðu frekar sama upprunahópi en hópi af ólíkum uppruna. Eftir því sem hlutfall nemenda af erlendum uppruna var hærra í skóla jukust líkur á að ungmenni af íslenskum uppruna ættu vini af erlendum uppruna. Því yngri sem unglingur var við flutning til Íslands, þeim mun líklegra var að hann ætti marga vini af íslenskum uppruna.

Um höfund (biography)

Eyrún María Rúnarsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Eyrún María Rúnarsdóttir (emr@hi.is) er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beinast að börnum og unglingum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn, líðan þeirra, vinatengslum og félagslegum stuðningi frá vinum og foreldrum. Eyrún lauk BA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði árið 1996 og meistaragráðu í sömu grein árið 2002 frá Háskóla Íslands. Þá lauk hún doktorsgráðu frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands árið 2019

Niðurhal

Útgefið

2022-08-04

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar