Menntaskólaklíkur: Bakgrunnur og tengsl nýnema í háskólanámi

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2021.30.2

Lykilorð:

tengslanet, háskólanám, búseta

Útdráttur

Rannsóknir á tengslanetum í háskólanámi hafa staðfest mikilvægi þess að nemendur hafi strax í upphafi náms tengsl við samnema sína. Þetta á ekki síst við um jaðarsetta nemendur, sem finna stuðning í náminu í gegnum tengslanet við nemendur í sömu stöðu. Þá hafa tengslanet nemenda, í samspili við bakgrunn, áhrif á það hvort þeir ljúka námi og því er mikilvægt að skilja uppbyggingu þeirra tengslaneta sem nýnemar leggja upp með innan skólans í byrjun háskólanáms. Spurningakönnun með spurningum um tengsl við samnemendur á sama fræðasviði var því lögð fyrir nýnema á tveimur sviðum Háskóla Íslands, Félagsvísindasviði (FVS) og Verkfræðiog náttúruvísindasviði (VON). Niðurstöður sýna að tengslanet nýrra nemenda litast mjög af því úr hvaða framhaldsskóla þeir koma og eru nemendur úr stærstu skólunum með stærstu tengslanetin. Munur var á tengslum eftir sviðum en nemendur á VON höfðu fleiri tengsl. Einnig var munur á tengslanetum nemenda af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þessar upplýsingar um tengslanet nemenda nýtast við móttöku nýnema þar sem mikilvægt er að skapa tækifæri fyrir nemendur úr minni skólum til að mynda tengsl strax við upphaf náms.

Um höfund (biographies)

Magnús Þór Torfason

Magnús Þór Torfason (torfason@hi.is) er dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir Magnúsar snúa að tengslanetum og áhrifum þeirra á félagshegðun og frumkvöðlastarfsemi. Hann starfaði áður sem lektor við Viðskiptaháskóla Harvardháskóla (2010–2013). Hann lauk doktorsgráðu í stjórnun frá Viðskiptaháskóla Columbiaháskóla árið 2010. Áður lauk hann BS-gráðum í rafmagnsverkfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2002.

Margrét Sigrún Sigurðardóttir

Margrét Sigrún Sigurðardóttir (mss@hi.is) er dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og kennsluþróunarstjóri Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Rannsóknir Margrétar hafa snúið að skapandi greinum og kennslu á háskólastigi. Hún lauk BA-gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands 1998, MS-gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands 2004 og doktorsgráðu frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn 2010.

Anna Helga Jónsdóttir

Anna Helga Jónsdóttir (ahj@hi.is) er dósent við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Önnu Helgu hafa m.a. snúið að þróun og prófun á kennslukerfi í stærðfræði og tölfræði. Hún lauk BS-gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 2003, MS-gráðu í hagnýtri stærðfræði frá Danmarks tekniske universitet 2005 og doktorsgráðu frá Háskóla Íslands 2015.

Niðurhal

Útgefið

2021-07-02

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar