ART virðist smart: Árangur af reiðistjórnunarúrræðinu ART fyrir börn

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2021.30.1

Lykilorð:

reiðistjórnun, ART, ASEBA, líðan, hegðunarvandi

Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur af reiðistjórnunarúrræðinu ART. Mat á árangri ART byggðist á svörum frá tólf börnum, tíu foreldrum þeirra og tólf kennurum þeirra. Notaðir voru ASEBA-listar sem eru skimunarlistar og mæla ýmis vandkvæði, fyrir og eftir ART, til að meta árangur úrræðisins. Marktækt færri vandkvæði komu fram hjá börnunum eftir ART en fyrir meðferðina. Að mati barnanna hafði árásarhneigð þeirra minnkað og dregið hafði úr hegðunarvanda þeirra og andstöðu við reglur. Að mati foreldra og kennara hafði almennt dregið úr einkennum sem tengdust hegðun og líðan. Einnig hafði dregið úr kvíða, félagslegum vandkvæðum, árásarhneigð, hegðunarvanda og andstöðu við reglur. Þar sem ekki var um samanburðarhóp að ræða er þó erfitt að fullyrða um að sá árangur sem náðist sé eingöngu úrræðinu að þakka.

Um höfund (biographies)

Freydís Jóna Freysteinsdóttir

Freydís Jóna Freysteinsdóttir (fjf@hi.is) er dósent í félagsráðgjöf á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi í félagsráðgjöf með sálfræði sem aukagrein við University of Iowa árið 2004. Meginrannsóknarsvið hennar eru ofbeldi og vanræksla barna, ofbeldi í nánum samböndum og barnavernd.

Ingibjörg Þórðardóttir

Ingibjörg Þórðardóttir (hugrekki@hugrekki.is) er sjálfstætt starfandi félagsráðgjafi sem rekur eigin stofu á Akureyri. Hún lauk meistaragráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands árið 2014. Meginrannsóknarsvið hennar eru ofbeldi í nánum samböndum og barnavernd.

Sigurlína Davíðsdóttir

Sigurlína Davíðsdóttir (linadav@hi.is) er prófessor emerita. Hún lauk doktorsprófi í félagslegri sálfræði með áherslu á matsfræði og heilbrigðistengd málefni frá Loyola University í Chicago árið 2008 og starfaði lengst af við uppeldis- og menntunarfræði á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og síðar á Menntavísindasviði sama skóla. Meginrannsóknarefni hennar hafa verið á sviði matsfræði, sérstaklega aðstoð við gerð innra mats í skólum, og nokkuð um heilsutengd málefni.

Sigurgrímur Skúlason

Sigurgrímur Skúlason (sigurgrimur.skulason@mms.is) er sérfræðingur og próffræðingur hjá Menntamálastofnun og aðjunkt við sálfræðideild Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann lauk meistaraprófi í próffræði og tölfræði við University of Iowa árið 2004 og doktorsprófi í próffræði og matsfræði frá sama skóla árið 2004. Meginrannsóknarefni hans eru á sviði prófagerðar, lestrar, málþroska og úrvinnslu langtímagagna.

Niðurhal

Útgefið

2021-07-02

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)