Fagleg forysta eða stjórnun í erli dagsins: Hlutverk og staða aðstoðarskólastjóra í grunnskólum Reykjavíkur
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/tuuom.2020.29.5Lykilorð:
aðstoðarskólastjórar, grunnskólar, stjórnendur, fagleg forysta, hlutverk og staðaÚtdráttur
Niðurstöður rannsókna á erlendum vettvangi sýna að hlutverk aðstoðarskólastjóra í stjórnun og forystu skóla verður umfangsmeira eftir því sem kröfur um árangur nemenda aukast og skólastarf verður flóknara. Einnig sýna rannsóknir að hlutverk aðstoðarskólastjóra í grunnskólum getur verið mjög margþætt og brotakennt. Greinin fjallar um reynslu aðstoðarskólastjóra af hlutverki sínu og stöðu þegar kemur að stjórnun og forystu, og er byggð á viðtölum við átta aðstoðarskólastjóra sem valdir voru af handahófi úr hópi aðstoðarskólastjóra í grunnskólum Reykjavíkur. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að aðstoðarskólastjórar í Reykjavík sjá sjálfa sig sem stjórnendur skóla fremur en faglega leiðtoga, enda fer mestur tími þeirra í daglega stjórnun skólans, svo sem að leysa úr forföllum starfsfólks og koma að úrlausnum ýmissa mála er snúa að nemendum og starfsfólki. Aðstoðarskólastjórarnir vildu gjarnan geta sinnt faglegri forystu í meiri mæli en þeir gera, en þeir upplifa að í erli dagsins gefist þeim fá tækifæri til slíkrar forystu. Niðurstöðurnar vekja upp áleitnar spurningar um starfsumhverfi aðstoðarskólastjóra, stöðu þeirra og óskýrt hlutverk.##plugins.themes.default.displayStats.downloads##
##plugins.themes.default.displayStats.noStats##
Niðurhal
Útgefið
2020-12-16
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Tímaritið er öllum opið samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 International License.