Fagleg forysta eða stjórnun í erli dagsins: Hlutverk og staða aðstoðarskólastjóra í grunnskólum Reykjavíkur

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2020.29.5

Lykilorð:

aðstoðarskólastjórar, grunnskólar, stjórnendur, fagleg forysta, hlutverk og staða

Útdráttur

Niðurstöður rannsókna á erlendum vettvangi sýna að hlutverk aðstoðarskólastjóra í stjórnun og forystu skóla verður umfangsmeira eftir því sem kröfur um árangur nemenda aukast og skólastarf verður flóknara. Einnig sýna rannsóknir að hlutverk aðstoðarskólastjóra í grunnskólum getur verið mjög margþætt og brotakennt. Greinin fjallar um reynslu aðstoðarskólastjóra af hlutverki sínu og stöðu þegar kemur að stjórnun og forystu, og er byggð á viðtölum við átta aðstoðarskólastjóra sem valdir voru af handahófi úr hópi aðstoðarskólastjóra í grunnskólum Reykjavíkur. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að aðstoðarskólastjórar í Reykjavík sjá sjálfa sig sem stjórnendur skóla fremur en faglega leiðtoga, enda fer mestur tími þeirra í daglega stjórnun skólans, svo sem að leysa úr forföllum starfsfólks og koma að úrlausnum ýmissa mála er snúa að nemendum og starfsfólki. Aðstoðarskólastjórarnir vildu gjarnan geta sinnt faglegri forystu í meiri mæli en þeir gera, en þeir upplifa að í erli dagsins gefist þeim fá tækifæri til slíkrar forystu. Niðurstöðurnar vekja upp áleitnar spurningar um starfsumhverfi aðstoðarskólastjóra, stöðu þeirra og óskýrt hlutverk.

##plugins.themes.default.displayStats.downloads##

##plugins.themes.default.displayStats.noStats##

Um höfund (biographies)

  • Dóra Margrét Sigurðardóttir
    Dóra Margrét Sigurðardóttir (dora.margret.
    sigurdardottir@rvkskolar.is) lauk BA-prófi í mannfræði við Háskóla Íslands 2003. Hún er með diplóma í kennslufræði til kennsluréttinda og lauk meistaragráðu (M.Ed.) í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands 2019. Dóra hefur starfað sem grunnskólakennari og er nú aðstoðarskólastjóri í Brúarskóla í Reykjavík.
  • Guðrún Ragnarsdóttir
    Guðrún Ragnarsdóttir (gudrunr@hi.is) er lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Guðrún er menntaður lífeindafræðingur (B.Sc.) og er með kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi. Að auki er hún með diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu, meistaragráðu í lýðheilsufræðum og doktorsgráðu í menntavísindum. Guðrún hefur starfað sem framhaldsskólakennari og millistjórnandi í framhaldsskólum. Einnig hefur hún tekið að sér fjölbreytt verkefni á sviði menntunar fyrir Evrópuráðið. Sérsvið hennar er kennslufræði, skólaþróun, starfsþróun og stjórnun skóla.

Niðurhal

Útgefið

2020-12-16