Sjónræn félagsfræði: að sjá og greina samfélagið í gegnum myndavélina
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/tuuom.2020.29.2Lykilorð:
félagsfræði, félagslegt innsæi, ljósmyndaritgerðir, kennslutæki, efri skólastigÚtdráttur
Eitt meginmarkmið kennslu í félagsfræði er að hjálpa nemendum að verða læsir á samfélagið, meðal annars með því að þróa með sér félagsfræðilegt innsæi (e. sociological imagination). Kennsluhættir í félagsfræði hafa um langa hríð falist að miklu leyti í því að láta nemendur lesa félagsfræði í stað þess að sjá félagsfræði en sjónræn félagsfræði (e. visual sociology) hefur verið að ryðja sér til rúms á síðustu áratugum sem viðurkennd kennslu- og rannsóknaraðferð innan félagsvísinda. Í þessari grein fjalla ég um það hvernig hægt er að nýta sjónræna félagsfræði, í þessu tilfelli ljósmyndaritgerðir, til þess að þjálfa og þróa félagsfræðilegt innsæi nemenda á efri skólastigum. Til að lýsa þessu greini ég fjórar af mínum eigin ljósmyndum út frá ýmsum hugmyndum, hugtökum og kenningum félagsfræðinnar. Greiningu myndanna er ætlað að vekja athygli á því hvernig nýta má ljósmyndun og ljósmyndaritgerðir til samfélagslegrar greiningar og til kennslu í félagsfræði með hliðsjón af lykilmarkmiðum sem lagt er upp með í aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla.Niðurhal
Útgefið
2020-06-23
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar