Sérsniðið framhaldsnám grunnskólakennara: starfsþróun fagstéttar eða praktískt nám til almennra kennslustarfa?

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2020.29.4

Lykilorð:

samhengi fræða (teoríu) og starfs (praxis), starfsþróun kennara, kennarafræði, fagmennska, fagvitund

Útdráttur

Frá því að Kennaraháskóli Íslands öðlaðist lagaheimild til að útskrifa kennara með framhaldsgráður háskólanáms árið 1988 hefur þar verið boðið upp á fjölmargar leiðir í framhaldsnámi og starfsþróun kennara og fleiri stétta. Vorið 2014 stóð Menntavísindasvið Háskóla Íslands fyrir könnun meðal grunnskólakennara með bakkalárgráðu í samstarfi við Kennarasamband Íslands. Spurt var um æskilegt inntak og skipulag framhaldsnáms, hugsanlega hvata til að sækja slíkt nám og hvernig mætti útfæra það. Af 734 svörum mátti ráða að umtalsverður áhugi væri á slíku framhaldsnámi. Haustið 2015 hófu 35 starfandi kennarar sérsniðið framhaldsnám byggt á niðurstöðum könnunarinnar og stefnu Háskóla Íslands um meistaranám grunnskólakennara. Hér er greint frá rannsókn á viðhorfum og reynslu þeirra sem sóttu hið sérsniðna nám á tímabilinu 2015 til 2019. Sjónum var beint að samhenginu milli fræða (teoríu) og starfs á vettvangi (praxis), hugmyndum þátttakenda um eigin fagmennsku og fagvitund og hugmyndum um möguleika og þarfir á starfsþróun. Niðurstöður benda til þess að tengsl fræða við starfið á vettvangi séu óskýr þegar kemur að starfsþróun og tilteknir þættir í kerfinu hindri jafnvel eðlilega þróun fagmennsku og fagvitundar kennara. Þar ber helst að nefna margþættar væntingar til starfsins og óljósar hugmyndir um það í hvers þágu starfsþróun kennara ætti að vera.

Um höfund (biography)

Meyvant Þórólfsson

Meyvant Þórólfsson (meyvant@hi.is) er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann lauk meistaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 2002 og doktorprófi frá Háskóla Íslands árið 2013. Helstu viðfangsefni og rannsóknarefni hans eru á sviði námskrárfræða og námsmats. Meyvant hefur einnig tekið þátt í rannsóknum og þróunarverkefnum á sviðum stærðfræði og náttúruvísinda í íslensku skólakerfi.

Niðurhal

Útgefið

2020-06-23

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar