Menntun og þátttaka í nýju landi: Reynsla innflytjenda, flóttafólks og skóla

Höfundar

  • Hanna Ragnarsdóttir

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/tuuom.2019.28.7

Lykilorð:

innflytjendur, flóttafólk, menntun, þátttaka, borgaravitund

Útdráttur

Fólki af erlendum uppruna hefur fjölgað mjög á Íslandi undanfarna áratugi. Menntakerfi gegna mikilvægu hlutverki við aðlögun barna og ungmenna að nýju samfélagi og við að stuðla að lýðræðislegri þátttöku þeirra. Markmið þessarar yfirlitsgreinar er að varpa ljósi á helstu niðurstöður nýlegra rannsókna höfundar og samstarfsfólks um málefni barna og ungmenna af erlendum uppruna. Fjallað er um reynslu innflytjenda og flóttafólks af menntun og þátttöku í íslensku samfélagi, reynslu kennara og stjórnenda af menntun barna og ungmenna af ólíkum uppruna, hvernig skólastarf hefur þróast til að mæta þörfum sífellt fjölbreyttari nemendahópa og hvaða leiðir eru færar í menntun fjölbreyttra hópa. Niðurstöður rannsóknanna benda til þess að mörg barnanna og ungmennanna hafi upplifað ýmsa erfiðleika í íslenskum skólum og frístundastarfi. Þrátt fyrir margs konar styrkleika sem þau telja sig hafa eiga þau í erfiðleikum með að læra íslensku og að tengjast íslenskum jafnöldrum. Samskipti heimila og skóla eru í sumum tilvikum ómarkviss og ófullnægjandi. Ein þessara rannsókna varpar þó ljósi á fjölmörg dæmi um öflugt og gott skólastarf, að nokkru leyti í anda fjölmenningarlegrar menntunar, þar sem áhersla er á lýðræðislega þátttöku og þar sem börnum og ungmennum af erlendum uppruna vegnar vel.

Um höfund (biography)

Hanna Ragnarsdóttir

Hanna Ragnarsdóttir (hannar@hi.is) er prófessor í fjölmenningarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk M.Sc.-prófi í mannfræði frá London School of Economics and Political Science árið 1986 og doktorsprófi í menntunarfræði frá Háskólanum í Osló árið 2007. Rannsóknir hennar hafa einkum snúist um börn og fullorðna af erlendum uppruna, þar á meðal flóttafólk í íslensku samfélagi og skólum og ýmsa þætti fjölmenningarlegs skólastarfs.

Niðurhal

Útgefið

2020-01-28

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar