Kyngervi raunvísinda: Námsval og aðstæður kvenna í hefðbundnum karlagreinum við Háskóla Íslands

Höfundar

  • Þuríður Ósk Sigurjónsdóttir
  • Sif Einarsdóttir

Útdráttur

Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvaða hindrandi og hvetjandi þættir hafa haft áhrif á námsval kvenna og karla sem valið hafa nám í raunvísindum og verkfræði þar sem konur eru í minnihluta og hvernig menning ríkir í greinunum. Lagður var fyrir spurningalisti um hindranir og hvata í námsvali og um upplifun nemenda á menningu greinanna. Þátt tóku 185 nemendur, 139 karlar og 46 konur. Niðurstöðurnar benda til þess að kvennemendur hafi trú á eigin færni í stærðfræði og séu sterkir námsmenn en hafi þurft meiri hvatningu og stuðning til að velja nám í hefðbundnum karlagreinum en karlkyns samnemar þeirra. Þær virðast samsama sig vel menningu og gildismati greinanna en þegar kemur að viðhorfi til kynja koma fram merki um ákveðna togstreitu. Konurnar upplifa í minna mæli en karlar að virðing, viðurkenning og jafnrétti ríki innan námsins. Niðurstöður rannsóknarinnar er hægt að nýta við stefnumótun innan Háskóla Íslands þar sem unnið er að því markmiði að fjölga nemendum af því kyni sem er í minnihluta í einstökum deildum innan skólans.

Niðurhal

Útgefið

2015-11-22

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar