Hönnun skólabygginga í deiglu nýrra kennsluhátta - Íslenskar grunnskólabyggingar við upphaf 21. aldar

Höfundar

  • Torfi Hjartarson
  • Anna Kristín Sigurðardóttir

Útdráttur

Rannsóknin beinist að íslenskum skólabyggingum á grunnskólastigi með það fyrir augum að greina breytingar í hönnun þeirra með hliðsjón af nýjum straumum á sviði byggingarlistar, menntavísinda, skólastarfs og tækni. Þættir sem einkenna umhverfi og byggingar nýlega hannaðra skóla eru gaumgæfðir í ljósi nýrra kennsluhátta og opnara skólastarfs við upphaf nýrrar aldar. Farið er yfir hönnun fimm skóla, sem allir hafa risið á þessari öld, með áherslu á skipan kennslurýma, opin rými og samkomusali, rými fyrir list- og verkgreinakennslu, skólasöfn eða upplýsingaver, vinnustöðvar kennara, útikennslu, tengsl við nærsamfélag og undirbúning hönnunar. Skólarnir í þessari athugun eru fimm nýjustu skólarnir í úrtaki tuttugu grunnskóla sem teymi um námsumhverfi tekur fyrir í viðamikilli rannsókn um starfshætti í grunnskólum. Teymið skipa tveir fræðimenn á Menntavísindasviði Há- skóla Íslands, tveir skólastjórar og arkitekt með reynslu af hönnun skólabygginga1 . Gögnum var safnað með vettvangsathugunum og myndatökum, viðtölum við valda starfsmenn og nemendur og athugun á teikningum og öðrum tæknilegum gögnum. Niðurstöður sýna greinileg umskipti í hönnun skólabygginga. Sveigjanleiki, flæði, opin rými, samskipti og teymisvinna virðast leiða hönnun nýlegra skóla. Klasar skólastofa eða opin rými, gagnsæ og hreyfanleg mörk og almannarými til margra nota fyrir breytilega hópa virðast leysa hefðbundna skipan kennslustofa meðfram þröngum göngum af hólmi.

Niðurhal

Útgefið

2015-11-22

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar