Kostnaður við þekkingarmiðlun og áherslur í skólastarf

Höfundar

  • Þórólfur Matthíasson

Útdráttur

Uppfræðsla og þekkingarmiðlun eru almannagæði sé þeim ekki miðlað til fleiri en svo að kraðakskostnaður geri vart við sig. Útgjöld rekstraraðila á hvern nemanda vegna rekstrar skóla lækka eftir því sem fleiri nemendur eru viðstaddir hverja kennsluathöfn en sé farið yfir ákveðin mörk í þeim efnum getur kraðakskostnaður orðið ávinningi nemenda yfirsterkari. Skólastofnanir leitast við að lágmarka rekstrarkostnað en þurfa þó að koma í veg fyrir að kraðakskostnaður verði svo mikill að orðstír þeirra bíði hnekki. Í greininni er rakið hvernig skólastofnanir á mismunandi skólastigum geta leyst þennan vanda.

Niðurhal

Útgefið

2015-11-22

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar