Loftslagsvandi og loftslagsréttlæti
Til móts við loftslagsbreytta framtíð með óvissu í farteskinu!
Lykilorð:
Loftslagsvá, loftslagsréttlæti, umhverfissiðfræði, siðfræði margræðninnar, óvissaÚtdráttur
Hvernig getum við, á ótryggum tímum, tryggt að jörðin verði áfram öruggur íverustaður mannkyns? Er heimsbyggðin að bregðast rétt við ógnunum loftslagsbreytinganna? Erum við að gera hið rétta eða eru aðgerðir okkar kannski allt of seint á ferðinni? Spurningar af þessu tagi eru til umfjöllunar í þessari grein og lögð er áhersla á hve flókinn og margræður loftslagsvandinn sé. Þegar allt komi til alls, sé ekki vænlegt að tefla fram sterkri sannfæringu um hina einu réttu leið og aðferðir. Einföld skýringarlíkön og einföld svör muni einfaldlega ekki gagnast okkur. Í staðinn fyrir vissu og sterka sannfæringu er sett fram siðfræði óöryggis-ins en sú siðfræði býður upp á að við fikrum okkur áfram á hraða margræðninnnar.
Útgefið
2023-10-13
Tölublað
Kafli
Greinar